Fara á efnissvæði
26. apríl 2021

Íslensk getspá fagnar 35 ára afmæli

Engar breytingar voru gerðar á stjórn Íslenskrar getspár á aðalfundi fyrirtækisins í dag. Jóhann Steinar Ingimundarson, varaformaður UMFÍ, er fulltrúi UMFÍ í stjórn fyrirtækisins. Fundinn sátu fyrir hönd UMFÍ Guðmundur Sigurbergsson, gjaldkeri stjórnar UMFÍ, Ragnheiður Högnadóttir, sem sæti á í stjórn UMFÍ og er formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ, Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, og Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi UMFÍ.

Formaður stjórnar Íslenskrar getspár er Þóra Margrét Þórarinsdóttir fyrir hönd Öryrkjabandalags Íslands (OBÍ).

Eigendur Íslenskrar getspár eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) með 46,67% hlut, ÖBÍ á 40% og UMFÍ 13,33% hlut. Fulltrúar annarra eigenda fyrirtækisins sóttu líka aðalfundinn.

Íslensk getspá var stofnað árið 1986 og fagnar því 35 ára afmæli á þessu ári. Tímamótunum verður fagnað síðar á árinu.

Aðalfundurinn var með hefðbundnu sniði. Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ, stýrði fundi. Þar fór Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, m.a. yfir reksturinn á árinu og flutti m.a. Jóhann Steinar stutt ávarp.

 

Hér má sjá nokkrar myndir frá aðalfundinum í dag.