Fara á efnissvæði
13. apríl 2021

Íþróttahreyfingin stuðli að auknum atvinnutækifærum

Stjórnvöld hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að fjölga atvinnutækifærum atvinnuleitenda og námsmanna í sumar.

Þetta er liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að stuðla að virkni og framtíðarsókn. Átaksverkefnin eru eins og klæðskerasniðin fyrir starfsemi íþróttafélaga og annarra frjálsra félagasamtaka.

Verkefnin eru tvenns konar, annars vegar er hægt að ráða fólk í atvinnuleit til starfa sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í a.m.k. 12 mánuði og hins vegar námsmann í sumar. Hægt er að ráða fólk í atvinnuleit frá apríl til desember en námsmenn í tvo og hálfan mánuð.

Íþróttafélög geta nýtt tækifærið og ráðið starfsfólk, svo sem nemendur í íþróttafræðum til að sinna tilteknum verkefnum. Athugið þó, að viðkomandi héraðssamband eða íþróttafélag þarf að hafa a.m.k. einn starfsmann á launaskrá til að geta nýtt sér úrræðið.

UMFÍ hvetur forystufólk í íþróttahreyfingunni og alla þá sem áhuga hafa á málinu að hafa samband við þjónustumiðstöð UMFÍ.

 

Verkefnin í hnotskurn

Hefjum störf

Ítarlegri upplýsingar um Hefjum störf á vef Stjórnarráðsins

 

2.500 sumarstörf fyrir námsmenn

 

Meira um sumarstörf námsmanna á vef Stjórnarráðsins