Fara á efnissvæði
10. nóvember 2022

Íþróttahreyfingin tekur þátt í Heilbrigðisþingi

Fulltrúar íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar sitja og taka fullan þátt í Heilbrigðisþing sem stendur yfir i dag. Lýðheilsa er í forgrunni á þinginu þar sem áhersla er á allt það sem hægt að gera til að efla, vernda og viðhalda góðri heilsu.

Fjöldi erlendra gesta hefur ávarpað þingið auk Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, sem setti það, og Ölmu Möller landlæknis.

UMFÍ hvetur fulltrúa íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar til þátttöku á þinginu,  sem hefur verið haldið síðastliðin fjögur ár.

 

Íþróttahreyfingin með fulltrúa í verkefnahópi

Fulltrúar íþróttahreyfingarinnar eiga sæti í verkefnahópi ráðherra, sem ætlað er að vinna að mótun aðgerðaráætlunar um framkvæmd lýðheilsustefnu. Gert sé ráð fyrir því að nýta afrakstur lýðheilsuþingsins inn í þá vinnu.

Heilbrigðisráðherra skipaði verkefnahópinn 30. júní 2022. Í honum situr m.a. Valdimar Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings og var hann tilnefndur af UMFÍ. Viðar Garðarsson situr í verkefnahópnum að tilnefningu ÍSÍ. Önnur í hópnum eru Örvar Ólafsson, sem tilnefndur er að mennta- og barnamálaráðuneyti og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur Rannsóknar og greininga (R&g) ásamt fleirum. 

 

Á myndinni hér að ofan má sjá:

Þórir Haraldsson, sem var formaður Unglingalandsmótsnefndar UMFÍ 2022 og er formaður handknattleiksdeildar Ungmennafélags Selfoss; Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir, sambandsstjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB), Valdimar Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) sem jafnframt situr í vinnuhópi heilbrigðisráðherra um mótun aðgerðaráætlunar um framkvæmd lýðheilsustefnu, og Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, ásamt starfsfólkk Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), Ungmennafélags Íslands (UMFÍ).