Íþróttakeppnir heimilar án áhorfenda
Almennar samkomutakmarkanir fara í tíu úr tutttugu á miðnætti og verða áfram 2 metra nálægðarmörk ásamt grímuskyldu. Skólar halda áfram að vinna samkvæmt reglugerð. Heimild fyrir fleira fólk á viðburðum en samkomutakmarkanir heimilda að undangengnum hraðprófum verða ekki heimilaðir lengur. Íþróttakeppnis verða heimilar áfram með 50 þátttakendum en án áhorfenda.
Sundstaðir og líkamsrækt verða opnir en þó aðeins með heimild um 50 prósenta leyfilegum hámarksfjölda.
Ný regla um samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti í kvöld og mun hún vara til 2. febrúar.
Lokunarstyrkir munu bjóðast þeim fyrirtækjum sem loka þurfa sinni starfsemi. Þá verður reynt að koma til móts við starfsfólk í heilbrigðiskerfinu til þess að létta þungan róður á því sviði.
Fram kemur í umfjöllun um hertar sóttvarnaráðstafanir sem heilbrigðisráðherra hefur gripið til, að þær eru með hliðsjón af fyrirliggjandi spám um fjölgun smita af völdum Covid-19 og sjúkrahússinnlögnum á næstu vikum og mikils og vaxandi álags á heilbrigðiskerfisins, sérstaklega á Landspítala.
Íþróttakeppnir eru áfram heimilar með 50 þátttakendum en án áhorfenda.
Í minnisblaði sóttvarnarlæknir segir ennfremur að þær aðgerðir sem hann telji að íhuga þurfi séu m.a. að íþróttakeppnir verði áfram heimilar með 50 þátttakendum en án áhorfenda. Hámarksfjöldi í hverju hólfi verði 50 manns. Sameiginleg búningsaðstaða verði opin. Gæta skal að því að búningsaðstaða sé þrifin og snertifletir sótthreinsaðir milli hópa. Sameiginleg áhöld verði sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag og þess gætt að loftræsting sé í lagi og loftað vel út nokkrum sinnum yfir daginn. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands setur sérsamböndum reglur um sóttvarnir og um framkvæmd æfinga og keppni í sínum greinum í samvinnu við sóttvarnalækni. Í íþróttum sem ekki tilheyra Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands skal setja leiðbeiningar eða fylgja sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttir innan sambandsins. Íþróttakeppni barna og fullorðinna verði heimilar án áhorfenda.
Hámarksfjöldi í hólfi hjá börnum og fullorðnum verði 50 manns. Á skíðasvæðum verði leyfður 50% af leyfilegum hámarksfjölda.
Reglurnar í hnotskurn
- Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 10 manns.
- Áfram 2 metra nálægðarmörk og óbreyttar reglur um grímuskyldu.
- Áfram 20 manns að hámarki í rými á veitingastöðum og óbreyttur opnunartími.
- Sviðslistir heimilar með allt að 50 áhorfendum í hólfi.
- Heimild til aukins fjölda með hraðprófum fellur brott.
- Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði áfram með 50% afköst.
- Íþróttakeppnir áfram heimilar með 50 þátttakendum en án áhorfenda.
- Hámarksfjöldi í verslunum fari úr 500 í 200 manns.
- Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum verður lokað.