Fara á efnissvæði
08. janúar 2021

Íþróttastarf barna og fullorðinna fer í gang að nýju

Íþróttaæfingar og annað starf barna og fullorðinna verður heimilað að nýju með og án snertingar að uppfylltum skilyrðum og leyft að keppa í íþróttum án áhorfenda, samkvæmt slökunum á samkomutakmörkunum sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur boðað. Ný reglugerð tekur gildi miðvikudaginn 13. janúar næstu fimm vikurnar eða til 17. febrúar. 

Helstu breytingar á samkomutakmörkunum eru þær að hámarksfjöldi fer úr 10 manns í 20, líkamsræktarstöðvar opna með miklum takmörkunum.

Haft er eftir heilbrigðisráðherra á mbl.is að tilslakanir miðist við að áfram tak­ist að halda COVID-far­aldr­in­um í lág­marki og verði aðgerðir end­ur­skoðaðar ef smitum fjölgar.

Helstu breyt­ing­ar á samkomutakmörkunum.

 

Reglugerð heilbrigðisráðherra

Minnisblað sóttvarnalæknis, dags. 7. janúar 2021