Fara á efnissvæði
05. júní 2019

Jens Garðar verður veislustjóri á kvöldstund á Landsmóti UMFÍ 50+

Dagskráin er alltaf að batna á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer í Neskaupstað dagana 28. - 30. júní. Eftir frábæran laugardag þar sem íþróttir verða í aðalhlutverki verður boðið upp á skemmtilega kvöldstund með mat og gleði allskonar.

Veislustjóri er enginn annar en Jens Garðar Helgason. Undir dansi leikur danshljómsveit Guðmundar R. Gíslasonar, söngvara Súellen.

Til viðbótar eru skemmtiatriði af ýmsum toga og fleira. 

Boðið verður uppá kjúklingarétti á asískan hátt ásamt dýrindis meðlæti.

Verð á skemmtikvöldið er kr. 5.200. -

 

Ertu búin/n að kynna þér dagskránna á Landsmóti UMFÍ 50+?

Smelltu hér og sjáðu hvað er í boði