Fara á efnissvæði
22. júní 2022

Jörgen kveður UMFÍ

Margir þekkja Jörgen Nilson úr Ungmennabúðum UMFÍ á Laugum í Sælingsdal og á Laugarvatni. Hann hefur nú ákveðið að skipta um vettvang. Hann er að sýsla margt en mun m.a. vinna með Ungmennasambandi Kjalarnesþings (UMSK) sem ferðast með leikjakerru um sambandssvæðið á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Fyrsti áfangastaðurinn kerrunnar er Hlégarður í Mosfellsbæ.  

Jörgen Nilson kvaddi UMFÍ í dag en mun að sjálfsögðu kíkja annað slagið inn í þjónustumiðstöð UMFÍ í kaffi. 

Á myndinni hér að ofan er Jörgen fyrir miðju með Jóhanni Steinari Ingimundarsyni, formanni UMFÍ, Ragnheiði Sigurðardóttur, landsfulltrúa UMFÍ, Ómari Braga Stefánssyni, landsfulltrúa UMFÍ, Guðmundi Sigurbergssyni, gjaldkera stjórnar UMFÍ og formanni stjórnar UMSK, og þeim Guðbirnu Þórðardóttur og Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ.

Hann kíkti við í dag og kvaddi starfsfólk UMFÍ sem hefur sumt unnið með honum frá fyrsta degi.

Hér að neðan má sjá myndir af Jörgen í Ungmennabúðum UMFÍ.