Jóhann Björn er nýr formaður HSS
„Það er hellingur framundan hjá okkur,“ segir Jóhann Björn Arngrímsson, en hann tók við sem formaður Héraðssambands Strandamanna (HSS) á ársþingi sambandsins á dögunum.
Jóhann er enginn nýgræðingur í stóli formanns því hann vermdi hann fyrir níu árum. Jóhann tók við af Vigni Erni Pálssyni, sem gegnt hefur embættinu í níu ár. Segja má að þeir hafi skiptst á formannsstólnum í um 20 ár því Vignir var formaður árin 2001-2006. Jóhann kom inn í hans stað og steig svo til hliðar þremur árum síðar fyrir Vigni.
Jóhann segir þetta einkennandi fyrir starfið á Ströndum og í dreifðari byggðum því erfitt sé að fá fólk til stjórnarsetu.
Jóhann er bjartsýnn á framtíðina, ekki síst því fyrir liggur ráðning á framkvæmdastjóra HSS. Það muni festa starf sambandsins í sessi og bæta það til muna á svæðinu.