Fara á efnissvæði
03. apríl 2025

Jóhanna endurkjörin formaður UDN

Þeim Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson voru veitt starfsmerki UMFÍ á 104. Sambandsþingi Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN), sem fram fór í Dalabúð í gær. Gunnar Þór Gestsson, varaformaður UMFÍ, afhenti þeim starfsmerkin fyrir mikið og óeigingjarnt starf þeirra í þágu sambandsins og svæðisins.

 

Drifskaftið hljóta...

UDN veitti einnig viðurkenningar á sínum vegum á þinginu. Hvatningarverðlaunin Drifskaftið hlutu þrjú ungmenni, þau Benóní Meldal Kristjánsson, Ásborg Styrmisdóttir og Þórarinn Páll Þórarinsson en sú viðurkenning er veitt 14 – 16 ára ungmennum fyrir frammistöðu sína í íþróttum, elju og fyrir að vera öðrum góð fyrirmynd. Hvatningarverðlaun UDN hlutu þrír einstaklingar; Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir, Kristján Ingi Arnarson og Pálína Kristín Jóhannsdóttir. Eins var Íþróttamanneskja UDN útnefnd og var það Jóhanna Vigdís Pálmadóttir sem hlaut þá nafnbót, og fær hún sín verðlaun afhent á næstu Jörfagleði.

Jóhanna endurkjörin formaður

Á þinginu veitti jafnframt Garðar Svansson, stjórnarmaður ÍSÍ, UDN viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. 
Þingið var vel sótt. Margar tillögur voru afgreiddar á þinginu og góðar umræður sköpuðust.

Kjósa átti þrjá stjórnarmeðlimi að þessu sinni samkvæmt lögum héraðsins og var Jóhanna Sigrún Árnadóttir endurkjörin sem formaður. Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir gaf einnig kost á sér áfram í stjórn og hlaut endurkjör. Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir lauk sinni stjórnarsetu á þinginu, í hennar stað var kosin Sunneva Hlín Skúladóttir.

 

Hér að neðan má sjá myndir frá þingi UDN, þar á meðal af varaformanni UMFÍ afhenda heiðranir.