Fara á efnissvæði
19. desember 2024

Jólaglaðningur frá UMFÍ

Stjórn Íslenskrar getspár samþykkti á dögunum að greiða 500 miljónir króna í aukagreiðslu vegna góðrar afkomu á árinu. UMFÍ á 13,3% í Íslenskri getspá og fékk í samræmi við það rúmar 66 milljónir króna. Hlutur UMFÍ voru greiddur út til sambandsaðila UMFÍ í dag í samræmi við reglugerð. 

Hlutfallið sem rennur til svæðisstöðva íþróttahéraða um allt land verður nýtt í samráði við íþrottahéruðin á hverju svæði.

Arðgreiðslan sýnir vel að í hvert sinn sem spilað er í Lottói og leikjum Íslenskrar getspár þá styður viðkomandi við starf íþróttafélaga og grasrótarstarf þeirra um allt land.

Við nýtum tækifærið og minnum á Milljólaleik Getspár 2024. Leikurinn mun standa yfir til 28. desember en þá verða dregnir út 28 aukavinningar upp á EINA MILLJÓN hver. 

Öll sem kaupa 10 raðir í Lottó, Vikinglotto eða EuroJackpot á netinu, í appinu eða á sölustöðum verða sjálfkrafa þátttakendur í Milljólaleiknum. 

Meira um Milljólaleikinn má lesa hér