18. mars 2022
Jón Sverrir er nýr formaður HSÞ
Jónas Egilsson formaður Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ) síðustu árin fékk starfsmerki UMFÍ á 14. ársþingi sambandsins sem fram fór á Tjörnesi síðastliðinn laugardag. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, var fulltrúi Ungmennafélags Íslands á þinginu og afhenti Jónasi starfsmerkið.
Jónas, sem jafnframt er sveitarstjóri Langanesbyggðar, gaf ekki kost á sér sem formaður áfram eftir fjögurra ára setu. Jón Sverrir Sigtryggsson tók sæti hans.
Þingið var hefðbundið að flestu leyti en efnt var til áhugaverðrar málefnaumræðu um íþróttahéruð og framtíð íþróttamála sem þingfulltrúar tók virkan þátt í.