Fara á efnissvæði
31. október 2020

Jón Þór hjá Ármanni: Misjafnt hvenær tjónið kemur fram

„Það verður aldrei hægt að útfæra svona stuðning sem hentar öllum. Það er misjafnt eftir félögum og greinum hvenær tjón þeirra kemur fram. Við getum séð tjónið nú þegar sem knattspyrnan verður fyrir því tímabilinu er lokið. En tjón félaga sem byggja á vetrarstarfi, verður ekki sjáanlegt fyrr en síðar. Það verður því að útfæra stuðninginn með mismunandi hætti eftir deildum og greinum,‟ segir Jón Þór Ólason, framkvæmdastjóri Glímufélagsins Ármanns í Reykjavík.

Ármann er aðildarfélag Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR).

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, greindu í dag frá umfangsmilum aðgerðum til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins vegna þeirrar röskunar sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra.

Endanlegar útfærslur á tillögunum verða unnar í samstarfi við íþróttahreyfinguna og gert er ráð fyrir að útfærslan liggi fyrir eigi síðar en 10. nóvember 2020.

Í tilkynningu stjórnvalda eru taldar upp nokkrar aðgerðir:

 

Sjá: 

Stjórnvöld kynna aðgerðir til aðstoðar íþrótta- og æskulýðsfélögum

Sandra hjá Hamri: Gott fyrir félögin að fá stuðning