Kári hjá Gróttu: Leikmenn biðu spenntir eftir því að æfa aftur
„Það var ákveðinn áfangasigur þegar þær fréttir bárust á miðvikudagskvöld að æfingar meistara- og afrekshópa mættu hefjast aftur. Auðvitað hefði maður viljað sjá leyfi fyrir alla aldurshópa. En það kemur vonandi strax í næstu viku,‟ segir Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri íþróttafélagsins Gróttu á Seltjarnarnesi, spurður um stemninguna þegar æfingar meistaraflokka hófust að nýju í vikunni.
Á fundi sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu síðdegis á miðvikudag var ákveðið að meistaraflokkar og afreksíþróttafólk gæti á nýjan leik hafið æfingar í mannvirkjum á vegum sveitarfélaganna. Á fundinum var jafnframt ákveðið að íþróttastarf barna fædd 2005 og síðar hefjist ekki að svo stöddu. Það verði þó metið fljótlega.
Hverju sveitarfélagi var í sjálfs vald setti hvenær starfið gæti hafist því undirbúa þyrfti opnun íþróttahúsa með tilliti til starfsfólks og sóttvarnareglna sérsambanda.
Kári segir leikmenn Gróttu hafi beðið eftir því með mikilli eftirvæntingu að fá að hittast aftur á parketinu.
„Því var kærkomið fyrir hópana að koma aftur til æfinga,‟ segir hann.
Sjá tengda frétt:
Æfingar meistaraflokka og afreksíþróttafólks leyfðar á höfuðborgarsvæðinu