Keppni hafin í fjölmennstu greininni í Borgarnesi
Keppni hófst í morgun í boccía á Landsmóti UMFÍ 50+ í Borgarnesi. Þetta er fyrsta greinin á mótinu og sú langfjölmennasta eins og ætíð á mótunum í gegnum tíðina. Svolítið kalt er í bænum, andvari og huggulegasta veður.
Spilað verður í boccía í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi fram eftir degi. Að því loknu tekur við ringó og götuhlaup. Í kvöld verður mótið svo sett með formlegum hætti og verður Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, viðstaddur setninguna.
Á morgun verður keppt í bridge, sundi, pútti og frjálsum, sem jafnframt er vel sótt grein. Um kvöldið verður svo kótilettukvöld og skemmtun.
Við vekjum athygli á því að smávægileg breyting hefur verið gerð á dagskránni á sunnudag. Hestaíþróttir hafa verði teknar út en knattspyrnu bætt við á milli klukkan 12:30 – 13:00.
Áfram verður svo keppt á sunnudag.