Keppt í rafíþróttum á Unglingalandsmóti UMFÍ
„Það verður íþróttaandi á Selfossi og við trúum því að það verði til mörg vinaböndin eftir þessa helgi,“ sagði Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands. Keppt verður í rafíþróttum á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina. Aron segir þetta fagnaðarefni og lítur hann mjög björtum augum á mótið.
Rætt var við Aron í Morgunblaðinu í gær.
Þá hvetur hann foreldra einnig til þess að kynna sér fleiri íþróttir en keppendur á mótinu mega skrá sig í fleira en eina grein.
Í rafíþróttaflokknum verður keppt í League of Legends, Counter-Strike: Global Offensive og Rocket League.
Bein útsending
Allir keppnisleikir eru í beinni útsendingu á einni af fimm streymisrásum Selfoss Esports á www.twitch.tv. Upplýsingar um hvaða leikir eru sýndir á hvaða rás, ásamt slóðum á réttar rásir, verða á facebook-síðu Selfoss Esports: www.facebook.com/selfoss.esports
Hvað er í boði?
Unglingalandsmótið er vímulaus fjölskylduhátíð og verður nóg um að vera fyrir fjölskylduna. Á meðan mótinu stendur verður fjölbreytt afþreying og skemmtun í boði en dagskrána er hægt að nálgast með því að fylgja þessum hlekk.
Mótið fer fram á Selfossi helgina 29. til 31. júlí og munu þá börn og ungmenni á aldrinum ellefu til átján ára spreyta sig í fjölmörgum íþróttagreinum.
Boðið er upp á meira en 20 greinar á Unglingalandsmótinu á Selfossi. Greinarnar eru: Biathlon - bogfimi - Borðtennis - Fimleikalíf - frisbígolf - frjálsar íþróttir - glíma - golf - götuhjólreiðar - hestaíþróttir - knattspyrna - kökuskreytingar - körfubolti - mótokross - pílukast - rafíþróttir - skák - stafsetning - strandblak - strandhandbolti - sund - taekwondo og upplsetur.
Hefurðu skoðað greinarnar? Smelltu hér til að lesa meira um keppnisgreinar
Heilmikil afþreying er líka í boði alla dagana og tónleikar öll kvöldin. Fram koma Birnir, Bríet, Frikki Dór og Jón Jónsson, dj Dóra Júlía, Hr. Hnetusmjör, Jón Arnór og Baldur, Sigga Ósk, Stuðlabandið og fleiri.
Hvað kostar?
Miði á Unglingalandsmótið kostar 8.500 krónur. Innifalið í miðaverðinu er þátttaka á Unglingalandsmótinu og geta þátttakendur valið hvað þeir skrá sig í margar greinar. Ekki þarf að greiða nema eitt gjald.
Inni í verðinu er líka aðgangur að tjaldsvæði en greiða þarf smáræði fyrir aðgang að rafmagni.
Inni í gjaldinu er meira að segja aðgangur allir afþreyingu, hoppudóti og tónleikum á hverju kvöldi.
Allar upplýsingar á www.ulm.is