Fara á efnissvæði
03. mars 2022

Könnun: Hvað veistu um UMFÍ?

Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að koma frá okkur hjá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ). Að þessu sinni langar okkur að kanna hvað þú veist um UMFÍ og verkefnin sem UMFÍ stendur fyrir, bæði á eigin vegum og með öðrum. Með þessu viljum við geta boðið þér og þínum, sambandsaðilum og aðildarfélögunum 450 um allt land upp á framúrskarandi þjónustu og allskonar frábæra viðburði fyrir sem flesta.

Það er æðislegt ef þú getur tekið þér nokkrar mínútur ti þess að svara könnuninni sem hér fylgir. Niðurstöðurnar verða nýttar til þess að gera gott starf enn betra.

Við viljum taka fram að svör þátttakenda eru trúnaðarmál enda er þess vandlega gætt að þau eru ópersónugreinanleg. Þú getur verið alveg viss um að niðurstöðurnar verða aðeins notaðar til að hjálpa okkur í starfinu.

Þú getur smellt hér og tekið þátt í könnuninni:

https://umfi-visitala.questionpro.com
 
 

Vinningar í boði!

Þegar þú hefur lokið við að svara könnuninni geturðu skráð þig í happdrættispott. Dregnir verða út þrír einstaklingar sem vinna miða í Bláa Lónið að upphæð 15.000 krónur hver. Síðan verða tíu einstaklingar dregnir út sem fá miða fyrir 2 á einn af stóru viðburðum UMFÍ í sumar.

 

Viðburðirnir eru:

Hundahlaup á Seltjarnarnesi – 4. júní – Viðburður í Íþróttaveislu UMFÍ á 100 ára afmæli UMSK.

Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarnesi  – 24. – 26. júní 2022.

Boðhlaup Byko í Kópavogsdal  – 30. júní 2022 – Viðburður í Íþróttaveislu UMFÍ á 100 ára afmæli UMSK.

Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina.

Drulluhlaup Krónunnar í Mosfellsbæ  – 13. ágúst 2022 – Viðburður í Íþróttaveislu UMFÍ á 100 ára afmæli UMSK.

Forsetahlaup á Álftanesi – 3. september 2022  –  Viðburður í Íþróttaveislu UMFÍ á 100 ára afmæli UMSK.
 

Sjáumst hress á viðburðunum í sumar!