Kolbrún hvetur fólk til að hvetja aðra
„Ég fékk hugmyndina þegar ég var að vinna úti í garði með manninum mínum í síðustu viku. Þetta er algjörlega rétti tíminn, áskorun sem krefst þess að við hvetjum aðra áfram, bæði börnin okkar og þá sem ekki búa við öflugt tengslanet. Ég leitaði til ÍBR og þar var vel tekið í hugmyndina að styðja við samfélagslegt átaksverkefni,“ segir Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur og forsprakki átaksins #HVETJA.
Átakið gengur út á að auka jákvæðni í samfélaginu og hvetja fólk til að passa upp á líkamlegt og andlegt heilbrigði sitt.
#HVETJA er samfélagslegt átaksverkefni sem snýst um að auka jákvæðni í samfélaginu og passa upp á líkamlegt og andlegt heilbrigði og pósta hvatningu á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #HVETJA.
#HVETJA er samstarfsverkefni Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) og Rauða krossins. Bakhjarlarnir eru Íslenskrar erfðagreiningar, VÍS, 66°Norður og Arion banki.
ÍBR er sambandsaðili UMFÍ.
Kolbrún leitaði til ÍBR og var þar vel tekið í verkefnið.
„Við erum alltaf tilbúin til að skoða allar góðar hugmyndir sem berast okkur. Þessi hugmyndin var vel uppsett og verkefnið úthugsað með skýran skilgreindan tilgang og markmið sem gagnast öllum,“ segir Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR).
Hafði áhyggjur af æfingaleysi
Kveikjan að átaksverkefninu voru áhyggjur Kolbrúnar af æfingaleysi barna og ungmenna á höfuðborgarsvæðinu sem hafa ekki geta æft um nokkurra vikna skeið. „Mér datt í hug að við þyrftum að hvetja þau og aðra áfram,“ segir hún.
Kolbrún Dröfn skrifar til viðbótar á Facebook-síðu sína:
„Við það að fara út í stutta stund komum við blóðrásinni á hreyfingu, fáum dagsbirtuna og stolt og gleði yfir því að taka þessi skref og #HVETJA aðra áfram. Við þurfum að öllum líkindum að lifa með veirunni næstu vikur og mánuði og því skiptir miklu máli að við snúum bökum saman, aukum jákvæðni í samfélaginu, sýnum náungakærleika og pössum upp á hvert annað.
Gerum þetta saman með því að #HVETJA hvert annað.
Með þessu móti erum við að senda og fá fullt af jákvæðum hvantningum til hvers annar og hreyfa okkur en hvort tveggja stuðlar að betri heilsu og líðan.