Komdu að vinna á Laugarvatni!
UMFÍ leitar að starfsfólki í 100% starf í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni. Um er að ræða starf frístundaleiðbeinanda og starfsmanns í eldhúsi og ræstingum.
Starf frístundaleiðbeinanda felur í sér að leiðbeina ungmennum á námskeiðum, hafa umsjón með dagskrá og samskipti við þá sem fylgja nemendahópum í Ungmennabúðunum. Krafa er um hreint sakavottorð og reynslu að starfa með ungmennum, vera reyklaus og fyrirmynd ungmenna.
Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og menntun í tómstunda- og félagsmálafræðum er kostur.
Starfsmaður í eldhúsi og ræstingum sér um matseld og bakstur ásamt ræstingum á staðnum.
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2021. Allar upplýsingar um starfið eru veittar í síma 568 2929 og svo má alltaf smella í póst á netfangið umfi@umfi.is. Umsóknir um starfið sendist á umfi@umfi.is.