Fara á efnissvæði
01. nóvember 2017

Komdu og kynntu þér danskan lýðháskóla

Langar þig í lýðháskóla eða hefurðu heyrt af því hvað það er gaman að fara í lýðháskóla? Þá er Nordjyllands Idrætshøjskole (NIH) mjög spennandi valkostur. NIH er með nýjustu lýðháskólum í Danmörku og býður Íslendingum alltaf 25% afslátt af skólagjöldum ásamt því að hafa reglulega tilboð. Þær Þórunn Sigurjónsdóttir, markaðsfulltrúi NIH, og Hrafnhildur Jóna, fyrrverandi nemandi við NIH, verða með kynningu á skólanum í þjónustumiðstöð UMFÍ fimmtudaginn 2. nóvember á milli klukkan 20:00 - 21:30. 

Ef þú mætir á kynninguna færðu:

- 25% afslátt af skólagjöldum 
- 25% afslátt af utanlandsferð að eigin vali 
- 2.500 DKK FERÐASTYRK sem mun fara uppí ferðakostnað fyrir flugmiða til Danmerkur (ca. 40.000 ISK)

Á kynningunni verður sagt frá:

• Aðstöðu skólans 
• fögunum sem eru í boði
• Utanlandsferðunum
• Kostnaðnum (Íslendingtilboðið)
• Félagslífinu og auðvitað okkar reynslu af skólanum. 
• Bæklingar á Íslensku 
• Hrafnhildur Jóna fyrrum nemandi skólans segir frá sinni upplifun

Íþróttalýðháskóli er alls ekki bara fyrir fólk sem hefur verið að æfa íþróttir - þó þetta sé auðvitað algjör paradís fyrir íþróttafólk koma líka nemendur þangað sem hafa lítið stundað íþróttir áður. Skólinn leggur áherslu á þátttöku, en fyrir þá sem hafa æft íþróttir lengi og vilja ná árangri býr skólinn yfir frábærri aðstöðu sem nemendur mega líka nota í sínum frítíma. Skólinn er fyrir alla þá sem langar að prófa nýjar íþróttir, ferðast, kynnast nýju fólki og stíga aðeins út fyrir þægindarammann! 

UMFÍ og Højskolernes Hus í Kaupmannahöfn hafa gert á milli sín samning tengt námsdvöl íslenskra ungmenna í dönskum lýðháskólum. Højskolernes Hus heldur utan um alla lýðháskóla í Danmörku og því er námsframboðið fjölbreytt. Það sem betra er, UMFÍ veitir þeim styrk sem vilja fara í lýðháskóla.

Markmið með styrkveitingunni er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn, kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogatogahæfileika sína um leið.

UMFÍ veitir annarsvegar ferðastyrk og hinsvegar dvalarstyrk.

Umsóknarfrestur fyrir vorönn er 10. janúar 2018. Stutt er í að opnað verður fyrir umsóknir.

 

Nordjyllands Idrætshøjskole (NIH) 

Viðburðurinn á Facebook

Meira um lýðháskóla á vef UMFÍ

 

Hér má sjá myndband frá Evu um skólann. 

https://www.youtube.com/watch?v=eaXhTpxIO3o&feature=em-upload_owner