Fara á efnissvæði
01. ágúst 2018

Kort af Þorlákshöfn og tjaldsvæðinu á Unglingalandsmóti

Unglingalandsmót UMFÍ er rétt handan við hornið. Fyrsti dagur mótsins er á morgun og fara þá þátttakendur að flykjast í bæinn, ná í mótsgögn og þeir sem koma utan að koma sér fyrir á tjaldsvæðinu. Flest í Þorlákshöfn er í göngufæri og því upplagt að leggja bílnum alla helgina á meðan Unglingalandsmótinu stendur. 

Við höfum látið gera kort af Þorlákshöfn. Þar má sjá flest það sem þátttakendur mótsins þurfa á að halda um verslunarmannahelgina. Á öðru korti sem sjá má fyrir neðan kortið af bænum er skipting tjaldsvæðisins eftir sambandsaðilum. 

Dagskráin á Unglingalandsmótinu er líka tilbúin. Aðsókn á mótið er reyndar svo gríðarlega mikil að búast má við að einhverjar breytingar verði gerðar á dagskránni. Það eru jákvæðar breytingar því í vinsælum greinum má reikna með að keppt verði lengur í þeim. Sú skemmtilega breyting verður að sjálfsögðu tilkynnt með fyrirvara og vel gert grein fyrir henni. 

 

Kort af Þorlákshöfn með helstu kennileitum