23. mars 2023
Kynning á lýðháskóla í Sønderborg
![](/media/mi4fnuq4/img_6712.jpg?width=400&height=400&v=1d9a9d883f3e6d0 1x)
Íþróttalýðháskólar bjóða upp á skemmtilegt og spennandi nám fyrir ungt fólk á aldrinum 18 ára og eldri. Skólarnir leggja áherslur á mismunandi íþróttagreinar en flestir bjóða þeir upp á allt mögulegt. Íþróttalýðháskólinn í Sønderborg er staðsettur í góðu umhverfi rétt við landamæri Danmerkur og Þýskalands. Íslensk ungmenni hafa um langt skeið sótt nám í lýðháskólann í Sønderborg og er samdóma álit þeirra að skólinn bjóði upp á skemmtilegt nám. Dvölin í skólanum hafi verið frábær upplifun og góður skóli í lífinu.
Skólinn leggur áherslu á samveru, félagsskap og þáttöku, en fyrir þá sem hafa æft íþróttir lengi og vilja ná árangri býr skólinn yfir frábærri aðstöðu sem nemendur mega líka nota í sínum frítíma. Skólinn er fyrir alla þá sem langar að prófa nýjar íþróttir, ferðast, kynnast nýju fólki og stíga aðeins út fyrir þægindarammann!
Opinn kynningarfundur verður haldinn í þjónustumiðstöð UMFÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, mánudaginn 27. mars kl. 16:30 um lýðháskólann í Sønderborg í Danmörku.
Fulltrúar frá skólanum mæta og segja meðal annars frá:
Opinn kynningarfundur verður haldinn í þjónustumiðstöð UMFÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, mánudaginn 27. mars kl. 16:30 um lýðháskólann í Sønderborg í Danmörku.
Fulltrúar frá skólanum mæta og segja meðal annars frá:
- aðstöðu skólans
- fögunum sem eru í boði
- utanlandsferðum
- kostnaðinum og
- félagslífinu
Styrkur frá UMFÍ
UMFÍ hefur veitt ungu fólki styrk sem hyggur á nám í lýðháskólum. Umsóknarfrestir eru tvisvar sinnum á ári. Annars vegar um haust og hins vegar í kringum áramót. Til þess að uppfylla kröfur um styrk þurfa umsækjendur að skila tveimur til þremur verkefnum. Nánari upplýsingar er að finna hér.