Kynning á námslínu fyrir stjórnendur í þriðja geiranum
Kynningarfundur um námslínuna Stjórnendur í í þriðja geiranum verður haldinn fimmtudaginn 17. maí kl. 9:00 í Háskólanum í Reykjavík.
Námslínan „Stjórnendur í þriðja geiranum - frjáls félagasamtök og sjálfseignastofnanir“ mun hefja göngu sína í október.
Námslínan er samstarfsverkefni Opna háskólans í HR og Almannaheilla, Samtaka þriðja geirans sem vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignastofnanir sem starfa í almannaþágu.
Kennsla byggist að miklu leyti á hagnýtum verkefnum sem tengjast störfum innan þriðja geirans hér á landi og erlendis. Einnig er áhersla lögð á persónulega þróun þátttakenda með það að leiðarljósi að efla og styrkja stjórnendur til að takast á við áskoranir sem oft eru ólíkar þeim sem stjórnendur á almennum vinnumarkaði standa frammi fyrir.
Að námslínunni koma margir af færustu sérfræðingum Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Háskólans á Bifröst auk samstarfsaðila úr íslensku atvinnulífi sem allir hafa mikla reynslu á sínu sviði.
Svona er námið
Námskeiðið samanstendur eftirfarandi námslotum sem hver um sig eru 8 klukkustundir:
• Frjáls félagasamtök, stjórnarhættir og réttarumhverfi
• Siðfræði við stjórnun almannaheillasamtaka
• Forysta og stjórnun í þriðja geiranum
• Stefnumótun almannaheillasamtaka
• Mannauðsstjórnun og stjórnun sjálfboðaliða almannaheillasamtaka
• Fjármálastjórnun, fjáraflanir og samningatækni
• Hagnýt verkefna- og viðburðastjórnun
• Markaðssetning og samfélagsmiðlar
Meiri upplýsingar um námslínuna:
https://www.ru.is/opnihaskolinn/lengri-namskeid/kynningarfundir-lengri-namslina/
Mikilvægt er að skrá sig á kynningarfundinn. Það er gert hér.