Landsmót UMFÍ 50+ í Eyjafjarðarsveit 2026

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Hrafnagilshverfi í Eyjafirði sumarið 2026, samkvæmt ákvörðun stjórnar UMFÍ. Ákvörðunin byggir á tillögu Móta- og viðburðanefndar.
Það verður því Ungmennasamband Eyjafjarðar (UMSE) sem mun halda mótið í samvinnu við Eyjafjarðarsveit.
Þetta verður í fyrsta sinn sem Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á sambandssvæði UMSE.
Mótið á þessu ári verður haldið í samstarfi við Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF) og sveitarfélagið Fjallabyggð. Mótið hefur verið haldið frá árinu 2011 og verður mótið í Hrafnagilshverfi á næsta ári það fjórtánda.
Landsmót UMFÍ 50+ er fyrir þátttakendur sem verða fimmtíu ára á árinu og alla eldri. Mótið er blanda af íþróttakeppni og skemmtun og er markmið þess að fá folk á miðjum aldri og eldra til að njóta samverunnar í keppni og leik.