Fara á efnissvæði
28. júlí 2021

Landsmóti UMFÍ 50+ frestað

„Við vorum einróma hjá UMFÍ og mótshaldarar í Borgarbyggð að leggja lóð okkar á vogarskálarnar í baráttunni við útbreiðslu veirunnar og fresta mótinu til að tryggja öryggi þátttakenda og þeirra sjálfboðaliða sem ætluðu að vinna við það. Þótt við þurfum að taka þungbærar ákvarðanir þá verður baráttan ekki unnin öðruvísi en með samheldni,‟ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ.

Framkvæmdanefnd Landsmóts UMFÍ 50+ og framkvæmdastjórn UMFÍ funduðu í gær og ákváðu að fresta Landsmóti UMFÍ 50+ í ljósi aðstæðna. Mótið átti að fara fram í Borgarnesi dagana 27. – 29. ágúst.

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og ýmis konar hreyfingu sem miðar að því að hvetja fólk á besta aldri til að hafa gaman af því að hreyfa sig saman og njóta lífsins á heilbrigðum forsendum. Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011 að undanskildu síðasta ári og nú þessu ári.

Þetta er annað árið í röð sem Landsmóti UMFÍ 50+ er frestað af völdum kórónuveirufaldursins. Upphaflega til stóð að halda það í júní í fyrra. UMFÍ frestaði þremur mótum í fyrra, þar af Íþróttaveislunni í Kópavogi, Landsmóti UMFÍ 50+ og Unglingalandsmóti UMFÍ. Báðum síðasttöldum mótunum sem fyrirhugað var að halda á þessu ári hefur nú verið frestað aftur.

Myndir frá fyrri mótum Landsmóts UMFÍ 50+