Fara á efnissvæði
19. ágúst 2022

Láttu drauminn rætast!

Ungmennaráð UMFÍ heldur sína þrettándu ungmennaráðstefnu Ungt fólk og lýðræði dagana 9. – 11. september í Héraðsskólanum á Laugarvatni.

Yfirskrift ráðstefnunnar er Ungt fólk og lýðræði – Láttu drauminn rætast!

Eins og nafnið ber með sér er ráðstefnan fyrir ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára. Engin skylda er að vera í ungmennaráði eða félagi. Allt ungt fólk á tilsettum aldri er velkomið!

Markmið viðburðarins er gleði og þátttaka. Þátttakendur hljóta ýmis verkfæri og þjálfun til þess að hafa aukin áhrif á sitt eigið líf sem og sitt nær samfélag.  

Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði. Hellings hópefli og samvera. Kynningar með mögnuðum fróðleik. Uppörvandi og hvetjandi málstofur, samtal við ráðamenn, varðeldur og önnur skemmtilegheit. Sjá dagskrá hér.  

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 80 þátttakendur svo það borgar sig að bíða ekki of lengi með skráningu. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern þátttakanda. Innifalið í gjaldinu eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn. UMFÍ styrkir 80% af ferðakostnaði. Rúta fer frá þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík á föstudeginum og til baka á sunnudeginum. Skila þarf inn kvittunum til þess að fá styrk fyrir ferðakostnaði.  

Athygli er vakin á því að viðburðurinn er með öllu vímuefnalaus, á það einnig við um rafsígarettur og nikótínpúða.

Skráning er hafin og stendur til 2. september. Smelltu hér til þess að skrá.

Viðburðurinn er styrktur af Erasmus+.

Ertu með spurningu?

Ef þú ert með spurningu þá er velkomið að senda línu á Ungmennaráð UMFÍ á netfangið ungmennarad@umfi.is 

Sjá facebook viðburð. 

Hér er hægt að sjá myndbönd og myndir frá síðustu ráðstefnnum.