Fara á efnissvæði
19. júlí 2022

Leikum okkur á gönguferðum um landið

Göngum um Ísland er stórskemmtilegt átaksverkefni UMFÍ og visir.is í samstarfi við Optical Studio. Átakið hófst 15. júlí síðastliðinn og verður það í gangi fram að verslunarmannahelgi.

Um er að ræða leik að allir sem vilja og hafa tök á geta tekið þátt í.

Til þess að taka þátt þarf þátttakandi að skella sér í gönguferð á einhverri af gönguleiðunum í Göngubók UMFÍ og deila mynd af leiðinni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #göngumumísland.

Göngubók UMFÍ inniheldur hátt í þrjúi hundruð stuttar gönguleiðir um allt land sem henta allri fjölskyldunni. 

Dregið verður úr innsendum myndum þann 28. júlí og hlýtur sá sem sendir myndina inn glæsileg Oakley sólgleraugu frá Optical Studio að eigin vali. 

 

 

Það er næsta víst að öll fjölskyldan geti fundið skemmtilega gönguleið í Göngubók UMFÍ enda eru í henni leiðir fyrir stóra og litla fætur, barnafætur, afafætur, ömmufætur og foreldrafætur af öllum stærðum og gerðum. Bókin er í stuttu máli góð fyrir alla sem njóta útiveru og náttúru.