Fara á efnissvæði
03. maí 2019

Leita 13-18 ára ungmenna í ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

 

Forsætisráðuneytið leitar að 13 til 18 ára ungmennum í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Valdir verða tólf fulltrúar víðs vegar að af landinu sem munu fræðast og fjalla um heimsmarkmiðin. Ungmennaráðið fundar alls sex sinnum, þar af einu sinni með ríkisstjórn, og veitir stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna.

Heimsmarkmiðin voru samþykkt af öllum aðildarþjóðum SÞ haustið 2015 og fela í sér metnaðarfyllstu markmið sem þjóðir heims hafa sett sér til að bæta heiminn í þágu mannkynsins og jarðarinnar, fyrir árslok 2030.

Frekari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á stjornarradid.is/umsokn. Opið verður fyrir umsóknir til og með 13. maí nk.

Ítarlegri upplýsingar: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/04/24/Opid-fyrir-umsoknir-i-ungmennarad-heimsmarkmida-Sameinudu-thjodanna/