Fara á efnissvæði
16. febrúar 2021

Lengri frestur til að sækja styrki úr tveimur sjóðum UMFÍ

Fékkstu styrk úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ eða Umhverfissjóði UMFÍ árið 2020 og átt eftir að sækja styrkinn? Engar áhyggjur. Hann rennur ekki út alveg strax.

Stjórn UMFÍ ákvað á fundi sínum 12. febrúar síðastliðinn að sá frestur sem sambandsaðilar hafa til þess að nýta og sækja styrki sem sjóðsstjórnir fræðslu- og verkefnasjóðs og umhverfissjóðs hafa úthlutað verði framlengdur um eitt ár. Alla jafna hafa styrkhafar 12 mánuði til að sækja styrkina.

Fresturinn gildir aðeins um úthlutanir úr báðum sjóðum 1. apríl 2020 og 1. október 2020 og verða þeir með 12 mánaða lengri skilafresti en tilgreint er í reglum sjóðsins eða 24 mánuði eftir úthlutun. Þetta á einungis við vegna styrkveitinga ársins 2020.

 

Lesa meira um Fræðslu- og verkefnasjóð og Umhverfissjóð UMFÍ