Fara á efnissvæði
04. ágúst 2018

Létu rigninguna ekki á sig fá

Keppendur á Unglingalandsmóti UMFÍ og gestir voru til fyrirmyndar í gær. Þeir létu ekki rigningu á mótinu á fyrsta keppnisdegi spilla gleði sinni og ánægju hvort heldur var á golfvellinum, í knattspyrnu, strandblaki eða í frjálsum. Keppt var í fjölmörgum greinum og skein bros af andlitum allra þátttakenda. Þetta er ungmennafélagsandinn í hnotskurn.

Sjálfboðaliðarnir á mótinu eiga hrós skilið fyrir elju sína og dugnað en margir þeirra vörðu löngum stundum á keppnisvellinum í rigningunni.

Við vekjum athygli á því að ákveðið var að færa keppni í strandhandbolta fram um dag og fer keppnin fram nú í dag, laugardaginn 4. ágúst. Strandhandbolti er gríðarlega tilþrifamikil íþrótt og má búast við heilmiklu húllumhæi og fjöri þegar blásið verður til leiks.

Keppni hófst í morgun í sundi, körfubolta og knattspyrnu. Klukkan 11 er svo fótboltamót 5-7 ára, hestaíþróttir, frjálsar, strandblak, og motocross. Eftir hádegið eru svo fjölmargar greinar.

Gott er að fylgjast vel með dagskrá og breytingum á dagskrá vegna mikilla skráninga: Fylgjast með breytingum

Hér er hægt að sjá dagskránna og helstu tilkynningar um leikjabreytingar: Skoða dagskránna

Hér er hægt að sjá hvaða leikir eru næst í nokkrum greinum. Hvaða leikur er næst?