Fara á efnissvæði
12. júlí 2024

Líf og fjör að vera sjálfboðaliði á Unglinglandsmóti

Mikill fjöldi öflugra sjálfboðaliða tryggir að allt gengur eins og í sögu á Unglingalandsmóti UMFÍ. Mótið fer fram um verslunarmannahelgina og má búast við því að gestum bæjarins fjölgi um nokkuð þúsund á meðan mótinu stendur. 

Skipulagning mótsins er á lokametrunum enda stutt í verslunarmannahelgina. 

UMFí heldur mótið í samstarfi við Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) og sveitarfélagið Borgarbyggð.

Margar hendur vinna létt verk og þess vegna er leitað eftir fleiri sjálfboðaliðum til að sinna hinum ýmsu verkefnum á mótinu. Það þarf líka að finna verkefni við hæfi og setja rétt folk á réttar vaktir. Eins og allt gildir sú regla að með hverjum klukkutíma sem unninn er styrkir viðkomandi sjálfboðaliði sitt samband, íþróttafélag eða deild þess. 

Viltu setja mark þitt á Unglingalandsmótið og prófa að gerast sjálfboðaliði? Það er nefnilega frábær upplifun!

Hér er hlekkur sem þú getur smellt á og opnað skjal. Þar velur þú þitt samband/félag/deild sem þú vilt styrkja með framlagi þínu sem sjálfboðaliði. Athugaðu að þú getur aðeins skráð þig á eitt samband/félag/deild, í hverri skráningu.

Hægt er að vera sjálfboðaliði í nokkrum mismunandi verkefnum en látið ágóðann renna til félags eða deildar sem þú velur.

Ef þú hins vegar vilt styrkja fleiri sambönd/félög/deildir með þínu vinnuframlagi, þá getur þú skráð þig aftur eftir þessa skráningu og valið annað félag/deild og aðra daga/tíma. 

Skipuleggjendur Unglingalandsmótsins fara yfir allar skráningarnar og finna þér stað og skemmtilegt Verkefni.

Haft verður samband við þig mjög fljótlega.

 

Skrá sem sjálfboðaliða á Unglingalandsmót UMFÍ

 

Ertu búin/n að kynna þér Unglingalandsmót UMFÍ? Þú getur gert það hér.

Allt um Unglingalandsmót UMFÍ