Fara á efnissvæði
05. ágúst 2017

Lögreglan hefur ekkert að gera á Egilsstöðum

Gestir og þátttakendur Unglingalandsmóts UMFÍ eru til fyrirmyndar.

Lögreglan hefur ekki orðið vör við nein vandræði. Ekki hefur verið vart við ölvun, enginn hefur verið handtekinn, enginn gist fangageymslur og enginn til vandræða.

Mörg þúsund manns er í bænum og á tjaldsvæði keppenda. Ungmenni á aldrinum 11-18 ára eru skráð í rúmlega 4.000 keppnisgreinar yfir verslunarmannahelgina, mörg þeirra eru skráð í fjölda greina allt frá sund til rathlaups og kökuskreytinga.

Þrátt fyrir það hafa engin vandamál komið upp, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum.

„Allir haga sér vel og eru kurteisir í umferðinni,“ segir vakthafandi lögreglumaður á Egilsstöðum.