Fara á efnissvæði
24. júní 2020

Lumarðu á sögu af Unglingalandsmóti?

Vinna er í fullum gangi á öllum póstum við undirbúning Unglingalandsmóts UMFÍ sem verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Þetta verður rosalegt mót!

Mótsblað er m.a. á teikniborðinu. Í því verða upplýsingar um greinar, tjaldsvæðið, sóttvarnir, gleðina sem felst í því að taka þátt í mótinu, öll liðin með skemmtilegu nöfnin, búningana sem þátttakendur búa til, óvenjulegar uppákomur, tónlistarfólkið sem kemur fram á kvöldvökunum og margt, margt fleira gagnlegt og gott.

Lumið þið á skemmtilegri sögu af Unglingalandsmóti UMFÍ eða vitið þið af einstaklingum eða liðum sem eru að undirbúa eitthvað skemmtilegt fyrir Unglingalandsmótið á Selfossi?

Þetta geta verið allskonar sögur. Muna ekki allir eftir dósabeljunni á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi? Þegar þátttakendur böðuðu sig í Eyvindará á Egilsstöðum, Búningunum í strandblakinu á Höfn í Hornafirði í fyrra? Sástu þegar Herra Hnetusmjör kom með þyrlu til Þorlákshafnar?