Fara á efnissvæði
07. júní 2019

Lýðheilsuvísarnir: Höldum áfram að gera það sem virkar

„Það eru engir töfrar. Við þurfum að gera það sem við vitum að virkar og halda því áfram,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, um nýjustu lýðheilsuvísa Embættis landlæknis.

Hún sagði íslenska forvarnarmódelið fyrirmynd sem hafi virkað vel til að draga úr tóbaksreykingum og unglingadrykkju skref fyrir skref á síðastliðnum tuttugu árum. En blikur eru á lofti.

Fram kemur í lýðheilsuvísunum að unglingar sofa undir viðmiðum, fleiri ungmenni nota rafrettur daglega og fleiri neyta orkudrykkja en áður.

„Íslenska forvarnarmódelið er einfalt. Við breyttum aðeins hugarfari og hegðum. Ég er viss um að við getum snúið þessu við,“ sagði Margrét þegar hún fjallaði um lýðheilsuvísana fyrir Reykjavíkurborg í morgun og lagði áherslu á að ekkert mál sé að snúa af brautinni og keyra allar tölur um unglingadrykkju og tóbaksreykingar upp í rjáfur á nýjan leik.

En hver er staðan um land allt?

Hér er hægt að sjá kynningu á lýðheilsuvísum Reykjavíkurborgar

Hægt er að skoða lýðheilsuvísana eftir landsvæðum með því að smella hér: Lýðheilsuvísar embættis landlæknis