Fara á efnissvæði
15. júní 2023

Magnús hvetur Hólmara til að láta til sín taka á landsmótinu

„Við Hólmarar eigum öflugt íþrótta- og afreksfólks á öllum aldri og ég hef fulla trú á að heimamenn láti til sín taka á mótinu,“ segir Magnús Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Stykkishólms. Eins og landsmenn vita fer Landsmót UMFÍ 50+ fram í Stykkishólmi dagana 23. – 25. júní næstkomandi.

Heilmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Stykkishólmi í tengslum við mótið enda verða Danski dagar haldnir sömu helgina og má því búast við fjölmenni í bænum um Jónsmessuna. Allt er gert til að sem flestir njóti þar lífsins. Staðið hafa yfir framkvæmdir á tjaldsvæðinu í vikunni og verið að bæta þar aðgang að rafmagni fyrir alla gesti í bænum.

 

 

Rætt er við Magnús á vefsíðu Stykkishólms. Þar er hann sagður löngum vera veðurglöggur og spái  hann sumarblíðu, björtu veðri, hlýju og hæglætisvindi alla landsmótshelgina.

 

Mót fyrir fólk á öllum aldri

Þótt Landsmót UMFÍ 50+ sé hugsað fyrir fólk sem verður fimmtugt á árinu og eldri þátttakendur þá geta allir sem viljað tekið þátt í mörgum keppnisgreinum.

Dagskrá mótsins er fjölbreytt og því ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Enn er hægt að skrá sig til leiks á Landsmótið en skráningu líkur mánudaginn 19. júní.

Magnús hvetur Hólmara til að láta slag standa og skrá sig til leiks.

og skrá sig til leiks. 

 

Komdu og vertu með!

Á meðal greina í boði eru:
Boccía, bridds, frjálsar íþróttir, golf, götuhlaup, hestaíþróttir, hjólreiðar, körfubolti 3:3, pútt, ringó, skák, stígvélakast og sund.

Að auki geta allir sem vilja spreytt sig í eftirfarandi:
Badminton, hlaupaskotfimi (biathlon), borðtennis, frisbígolf, hádegisjóga, petanque, pílukast og fleira.

Tveir aðgangsmiðar eru í boði: Hvítt armband er fyrir 50 ára og eldri og gildir í allar greinar. Rautt armband er fyrir 18 og eldri og gildir það í tilteknar greinar.

 

Allt um mótið og skráning á www.umfi.is