Málþing um aukna þátttöku fólks af erlendum uppruna
UMFÍ og ÍSÍ efna til málþings miðvikudaginn 25. maí á hótel Nordica kl. 09:00 – 12:00. Yfirskrift málþingsins er: Vertu með! Aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í íþróttum. Eins og yfirskriftin ber með sér er umfjöllunarefnið það hvernig hægt er að ná betur til fólks af erlendum uppruna og fjölga iðkendum af erlendu bergi brotið í skipulögðu íþróttastarfi. Á dagskránni eru áhugaverð og gagnleg erindi. Meðal annars mun forsvarsfólk nokkurra íþróttafélaga segja frá því hvað þau gerðu til að ná árangri í þessum málaflokki.
Allir gestir málþingsins fá tækifæri til að koma sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri hvort sem þeir eru á staðnum eða nýta tæknina til að fylgjast með.
Dagskrá er eftirfarandi:
Kl. 09:00 Dagskrá hefst
- Ávarp ráðherra
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
- Hver er þátttaka barna af erlendum uppruna í dag?
Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá R&G. - Samtal og samvinna – Mikilvægi þess að taka samtalið við börn, unglinga og fullorðna um þeirra viðfangsefni og virkni.
Jóhannes Guðlaugsson, verkefnastjóri í þjónustumiðstöð Breiðholts.
Kl. 10:00 Kaffihlé með léttum veitingum
- Allir með í Reykjanesbæ.
Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála.
- Örfrásagnir af fjórum ólíkum verkefnum.
Ragnar Sverrisson frá Dansfélaginu Bíldshöfða. Dagný Finnbjörnsdóttir frá Héraðssambandi Vestfirðinga. Kristín Þórðardóttir frá sunddeild KR og Sarah Smiley frá Skautafélagi Akureyrar. - Fjölmenningarverkfærakista Æskulýðsvettvangsins.
Sema Erla Serdar, framkvæmdastýra ÆV.
- Samantekt, hvaða verkfærum kallar íþróttahreyfingin eftir?
Kl. 12:00 Dagskrárlok
Fundarstjóri er Markús Máni Michaelsson Maute.
Viðburðinum verður streymt í gegnum Facebook.
Aðgangur er ókeypis.
Léttar veitingar í boði.
Skráningarfrestur er til 23. maí nk.