Fara á efnissvæði
11. maí 2022

Málþing um aukna þátttöku fólks af erlendum uppruna

UMFÍ og ÍSÍ efna til málþings miðvikudaginn 25. maí á hótel Nordica kl. 09:00 – 12:00. Yfirskrift málþingsins er: Vertu með! Aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í íþróttum. Eins og yfirskriftin ber með sér er umfjöllunarefnið það hvernig hægt er að ná betur til fólks af erlendum uppruna og fjölga iðkendum af erlendu bergi brotið í skipulögðu íþróttastarfi. Á dagskránni eru áhugaverð og gagnleg erindi. Meðal annars mun forsvarsfólk nokkurra íþróttafélaga segja frá því hvað þau gerðu til að ná árangri í þessum málaflokki.

Allir gestir málþingsins fá tækifæri til að koma sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri hvort sem þeir eru á staðnum eða nýta tæknina til að fylgjast með.

 

Dagskrá er eftirfarandi:

Kl. 09:00            Dagskrá hefst     

Kl. 10:00            Kaffihlé með léttum veitingum

Kl. 12:00            Dagskrárlok

 

Fundarstjóri er Markús Máni Michaelsson Maute. 


Viðburðinum verður streymt í gegnum Facebook.

Aðgangur er ókeypis.

Léttar veitingar í boði.

Óskað er eftir skráningu hér.

Skráningarfrestur er til 23. maí nk.