Fara á efnissvæði
20. desember 2019

Margrét Lára: Elísabet Gunnarsdóttir hefur haft mest allra þjálfara áhrif á mig

„Það er erfitt að gera upp á milli þjálfara. En Elísabet Gunnarsdóttir hefur haft mest allra þjálfara áhrif á mig,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona og knattspyrnukona úr Val. Hún og Júlían J. K. Jóhannsson eru íþróttafólk Reykjavíkur.

Margrét Lára segir Elísabetu hafa þjálfað sig lengst allra. Hún hafi gert það hjá Fylki og Val og aftur í Svíþjóð.

„Elísabet hefur hjálpað mér ótrúlega mikið og gefið mér mikið. Hún er kröfuhörð en samt leiðbeinandi og hrósar þegar við á. Hún sparar reyndar hrósið. En þegar hún gerir það þá veit maður að maður átti það skilið. Elísabet er meira en þjálfari, tekur alla undir sinn væng og hugsar um velferð iðkenda innan sem utan vallar,“ segir Margrét Lára, sem á myndinni er á milli körfuknattleikskonunnar Helenar Sverrisdóttur og handboltakonunnar Írisar Bjarkar Símonardóttur sem fengu viðurkenningu fyrir árangurinn á árinu. 

Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) sem útnefnir íþróttafólk og íþróttalið ársins. ÍBR varð sambandsaðili UMFÍ í október á þessu ári.

Ásamt því að heiðra Margréti og Júlían voru kvennalið Vals og karlalið KR í körfubolta valin íþróttalið Reykjavíkur.

Tólf einstaklingar og fimmtán lið voru verðlaunuð fyrir frábæran árangur á árinu 2019.


Liðin sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2019:

Einstaklingarnir sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2019: