Metþátttaka í kökuskreytingum
![](/media/goin0u0n/_mg_5358.jpg?width=400&height=400&v=1d9c87a7ea6db90 1x)
Róbert Óttarsson bakarameistari stóð í ströngu með bakaradrengnum við undirbúning keppni í kökuskreytingum sem fram fer í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í dag.
Metþátttaka er í kökuskreytingum en tæplega 400 þátttakendur eru skráðir til leiks. Af þeim sökum eru þrjú holl í keppninni og er þema hennar fjölbreytileiki.
11-12 ára – mæting kl 15:30, keppni hefst kl 16:00.
13-14 ára – mæting kl 17:30, keppni hefst kl 18:00.
15-18 ára – mæting kl 19:00, keppni hefst kl 19:30.
Þátttakendur fá tilbúna hringlaga kökubotna og fá ýmis konar hráefni. Ekki er heimilt að koma með sitt eigið skraut og nammi og alls ekki auka kökubotn. Keppt er í einstaklingskeppni og tveggja manna liðum og fá keppendur klukkustund til að vinna að skreytingunni. Dæmt er eftir útliti, frumleika og góðum hugmyndum.
![](/media/yoioqbqu/_mg_5375.jpg?width=524&height=524&v=1d9c87a7f39ccc0 1x)
![](/media/ihtb2p3j/_mg_5371.jpg?width=524&height=524&v=1d9c87a7f57dc10 1x)
![](/media/ewelx554/5o6a4955.jpg?width=524&height=524&v=1d9c87a7f1ad310 1x)
![](/media/mykbtx2e/5o6a4957.jpg?width=524&height=524&v=1d9c87a7ec5d540 1x)