Fara á efnissvæði
17. mars 2021

Mörg umhverfisverkefni fá styrk hjá UMFÍ

UMFÍ hefur opnað fyrir umsóknir í Umhverfissjóð UMFÍ. Tilgangur sjóðsins er að styrkja umhverfisverkefni aðildarfélaga og einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar.

Skilyrði fyrir styrkveitingu er að styrkþegi sé félagi eða aðildarfélag UMFÍ og að verkefnið sé umhverfisverkefni.

Sjóðurinn styrkir ýmis konar umhverfisverkefni. Þar á meðal er verkefni Golfklúbbs Akureyrar sem snýr að merkingu á göngu- og hjólastígum Jaðarsvallar, gerð skíðagöngubrauta í Vaglaskógi á vegum Ungmennafélagsins Bjarma, gróðursetning í Gufunesi á vegum Frísbígolffélags Reykjavíkur og svo má lengi telja.  

Við vekjum athygli á að umsóknarfrestur er 15. apríl næstkomandi. Úthlutanir verða kynntar mánuði síðar.

Umhverfissjóður UMFÍ er minningarsjóður Pálma Gíslasonar, fyrrverandi formanns UMFÍ. Fjölskylda hans stofnaði sjóðinn ásamt ungmennafélagshreyfingunni og öðrum velunnurum.

Umsókn þarf að skila með rafrænum hætti og er umsóknareyðublað á heimasíðu UMFÍ undir liðnum styrkir.

Meira um sjóðinn

Smelltu hér til að sækja um