19. júní 2019
Mótablaðið fyrir Landsmót UMFÍ 50+ á netinu
Hvað viltu vita um Landsmót UMFÍ 50+? Allar helstu upplýsingar um mótið er að finna í mótablaðinu sem er komið út. Í blaðinu er rætt við ýmsa Austfirðinga um gleðina sem felst í því að halda mótið í Neskaupstað. Rætt er við keppnisstjórann Þorbjörgu Ólöfu Jónsdóttur, bæjarstjórann Karl Óttar, Svölu pönnukökumeistara og marga fleiri.
Efni blaðsins:
- Formaður UMFÍ segir mótið frábæran vettvang til að skemmta sér á heilbrigðan hátt
- Ómar Bragi segir gaman að skipuleggja mótið í Neskaupstað
- Draumahelgi Þorbjargar
- Bæjarstjórinn sem var bestur í bridds
- Mótadagskráin og lýsing á greinum
- Ingveldur rifjaði upp gamla takta með vinkonum sínum á Landsmóti UMFÍ 50+ í Hveragerði
- Bjarki vill virkja sem flesta í hreyfingu
- Gunnar segir fólk forvitið og spennt fyrir Landsmóti UMFÍ 50+
- Pálína spáir góðu veðri og sól
- Sigurður hjá UMSB ætlar að læra af mótinu
Hægt er að smella á myndina og lesa blaðið