Mundu eftir Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ?
Opið er fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ til 1. október næstkomandi.
Fræðslu og verkefnasjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar m.a með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.
Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift frá félagi sínu eða sambandi til að afla sér aukna þekkingu á sínu sérsviði sem getur nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.
Styrkir eru veittir úr sjóðnum tvisvar á ári, í maí og október. Í maí á þessu ári voru veittar rúmar 8,2 milljónir króna til næstum 100 verkefna.
Dæmi um styrki:
- Útgáfa á sögu Hestamannafélagsins Geysis í tilefni af 70 ára afmæli félagsins.
- Þjálfaranámskeið fyrir handknattleiksdeild Umf. Selfoss.
- Fræðsluerindi um sálfræði.
- Styrkur vegna heilsuvakningar eldri borgara á svæði USVH.
- Námskeið um næringu hjá frjálsíþróttadeild Breiðabliks.
- Fræðsla og kynning Skotfélagsins Markviss á sambandssvæði USAH á skotíþróttum.
Hér er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ og umsóknareyðublað um styrk úr sjóðnum: Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ