Munið að sækja um í sjóðum UMFÍ
Vakin er athygli á að nú styttist aldeilis í að frestur til að sækja um í tveimur sjóðum UMFÍ rennur út. Annars vegar er um að ræða Fræðslu- og verkefnasjóð og hins vegar Umhverfissjóð UMFÍ. Um er að gera og senda inn umsókn í sjóðina.
Frestur til að senda umsókn í Fræðslu- og verkefnasjóð rennur út 1. apríl næstkomandi. En í Umhverfissjóð 15. apríl.
Fræðslu og verkefnasjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar m.a með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.
Meira um Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ
Umhverfissjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar.
Meira um Umhverfissjóð UMFÍ
Meira um sjóði UMFÍ