Námskeið fyrir fólk í félagastjórnum
Stjórnarfólki sambandsaðila UMFÍ gefst kostur á að sækja námskeið í félagastjórnun sem haldið verður í Reykjavík miðvikudaginn 26. september kl. 16:30 - 18:30 í Ögurhvarfi 6, 203 Kópavogi. Námskeiðið er sambandsaðilum UMFÍ að kostnaðarlausu.
Það eru Almannaheill sem standa fyrir námskeiðinu og hafa þau fengið til liðs við sig Hildi T. Flóvenz, ráðgjafa hjá KPMG, til að hanna námskeiðið sem er sérstaklega ætlað fyrir stórnarfólk í almannaheillasamtökum. Markmiðið er að stjórnarfólk átti sig á hlutverki sínu og ábyrgð svo stýra megi félögum með faglegum hætti.
Á námskeiðinu verður farið yfir eftirfarandi atriði:
- Hlutverk stjórna sem heildar.
- Hlutverk innan stjórna.
- Ábyrgð stjórna.
- Þróun stjórnarstarfs.
Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:
- Þekkja hlutverk stjórna sem heildar.
- Þekkja mismunandi hlutverk innan stjórna.
- Þekkja ábyrgð sína sem stjórnarfólk.
- Hafa öðlast þekking á þróun stjórnarstarfs.
Hámarksfjöldi eru 25 manns, fyrstur kemur fyrstur fær.
Skráningar er krafist á námskeiðið.
Skráning og nánari upplýsingar
Viðburður námskeiðsins á Facebook: Námskeið fyrir stjórnir félaga
Mikilvægt er að skrá sig á námskeiðið. Það er hægt að gera hér: Skráning á námskeiðið