Fara á efnissvæði
13. júní 2018

Námslína fyrir stjórnendur í þriðja geiranum aftur í boði í haust

Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík býður á ný upp á námslínuna Stjórnendur í þriðja geiranum – frjáls félagasamtök og sjálfseignastofnanir. Boðið var upp á námslínuna í fyrsta sinn í fyrrahaust.

UMFÍ er samstarfsaðili að náminu og aðildarfélög þess fá 10% afslátt af verði námsins.

Til að fá þessi sérkjör eru félagsmenn aðildarfélaga beðnir um að senda tölvupóst á verkefnastjóra áður en námslínan hefst.

Námið hentar stjórnendum félaga- og sjálfseignastofnana, bæði nýjum og þeim reynslumeiri.

Kennsla byggist að miklu leyti á hagnýtum verkefnum sem tengjast störfum innan þriðja geirans.

Einnig er áhersla lögð á persónulega þróun þátttakenda með það að leiðarljósi að efla og styrkja stjórnendur til að takast á við áskoranir sem oft eru ólíkar þeim sem stjórnendur á almennum vinnumarkaði standa frammi fyrir.

Nánari upplýsingar og skráning hér:

https://www.ru.is/opnihaskolinn/lengri-namskeid/stjornendur-i-thridja-geiranum/

 

Margir ánægðir með námið 

Umfjöllun var um námslínuna í síðasta tölublaði Skinfaxa, tímariti UMFÍ, í lok árs 2017.

Þar segir að þarna er boðið upp á nám sem margir af færustu sérfræðingum Háskólans í Reykjavík koma að, Háskóla Íslands og Háskólans á Bifröst auk samstarfsaðila úr íslensku atvinnulífi sem allir hafa mikla reynslu á sínu sviði.

Þá voru 18 nemendur og komu þeir frá fjölmörgum félagasamtökum. Þeir voru ánægðir með námið, segja það hagnýtt og vandað, með fjölbreyttum kennsluaðferðum og ólíkum kennurum.

Námskeiðið samanstendur af eftirtöldum námslotum sem hver um sig er 8 klst. • Frjáls félagasamtök og réttarumhverfi • Forysta og stjórnun í þriðja geiranum • Stefnumótun almannaheillasamtaka • Mannauðsstjórnun og stjórnun sjálfboðaliða almannaheillasamtaka • Fjármálastjórnun, fjáraflanir og samningatækni • Hagnýt verkefna- og viðburðastjórnun • Markaðssetning og samfélasmiðlar

Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi UMFÍ, er ein þeirra sem nýtti sér tækifærið þegar boðið var upp á það í fyrsta sinn. Hún segir um námið í Skinfaxa: „Námið gefur góða innsýn í umhverfi og rekstur frjálsra félagasamtaka. Hópurinn er líflegur og oft kvikna áhugaverðar og skemmtilegar umræður. Kennararnir eiga það sameiginlegt að búa yfir mikilli þekkingu á sínu sviði. Þeir ná að halda manni við efnið allan daginn.“

 

Lesa Skinfaxa á netinu