Fara á efnissvæði
30. október 2018

Nemendur fræddust um UMFÍ

Nemendur á íþróttafræði- og lýðheilsubraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) eru þessa dagana að kynna sér íþróttalífið, almenna hreyfingu og lýðheilsu frá ýmsum hliðum. Þau komu í dag ásamt kennara sínum í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ og fræddust um eitt og annað tengt UMFÍ.

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, tók á móti hópnum og fór yfir bæði sögu UMFÍ og helstu þættina í starfsemina.

Nemendurnir höfðu sérstaklega mikinn áhuga á lýðháskólum og samstarfi UMFÍ við lýðháskóla á Norðurlöndunum, Unglingalandsmót UMFÍ og fleira tengt UMFÍ.

Á myndinni hér að ofan má sjá nemendurna með Auði Ingu og kennara sínum, Andrési Þórarni Eyjólfssyni.