Nemendur FS fræðast um ÍSÍ og UMFÍ
![](/media/jcfbh2sd/_mg_2481.jpg?width=400&height=400&v=1da1d67b90e9ab0 1x)
Nemendur á íþróttafræði- og lýðheilsubraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) kíktu í heimsókn í Íþróttamiðstöðina í Laugardal með Andrési Þórarnir Eyjólfssyni, kennara sínum. Í Íþróttamiðstöðinni hófu þau ferðina á að hitta Þórarin Alvar Þórarinsson, sérfræðing um fræðslu- og almenningsíþróttir hjá ÍSÍ, og fengu hjá honum fræðslu um ÍSÍ og helstu verkefnin, svo sem Sýnum karakter og 5C‘s sem er samstarfsverkefni með UMFÍ og fleirum.
Eftir það komu nemendurnir í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ. Þar tók Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, á móti hópnum og fór yfir bæði sögu UMFÍ og helstu þættina í starfsemina. Hún kynnti meðal annars fyrir þeim Unglingalandsmót UMFÍ, Landsmót UMFÍ 50+, Drulluhlaup Krónunnar, Ungmennaráð UMFÍ og fleiri viðburði og starfið ásamt einu og öðru sem tengist sögu UMFÍ.
Nemendurnir eru þessa dagana að kynna sér ýmislegt tengt íþróttastarfi og ætluðu í þessari ferð jafnframt að hitta Víði Sigurðsson, fréttastjóra íþróttadeildar Morgunblaðsins.
![](/media/c45p24cs/_mg_2468.jpg?width=524&height=524&v=1da1d6750d08210 1x)
![](/media/tslnp1zm/1e1a2280.jpg?width=524&height=524&v=1da1d6751bb7e50 1x)
![](/media/ektl3y4c/1e1a2266.jpg?width=524&height=524&v=1da1d6751a7a830 1x)