Fara á efnissvæði
15. nóvember 2019

Nemendur FS heimsækja UMFÍ

Nemendur á íþrótta- og lýðheilsubraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) kíktu í heimsókn ásamt kennara skólans í þjónustumiðstöð UMFÍ á dögunum. Þar fræddi Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, þau um verkefni UMFÍ, m.a. Unglingalandsmót UMFÍ, Hreyfiviku UMFÍ, Íþróttaveisluna sem verður í Kópavogi, Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarnesi og fleiri góð verkefni á næsta ári. 

Framundan er skemmtilegt og viðburðaríkt ár hjá UMFÍ. Stærstu verkefnin eru Hreyfivika UMFÍ dagana 25.05. – 31.05.2020, Landsmót UMFÍ 50+ sem verður í Borgarnesi dagana 19. - 21. júní 2020 og stórviðburðurinn Íþróttaveislan, sem verður í Kópavogi 26. - 28. júní. Unglingalandsmót UMFÍ verður svo eins og alltaf um verslunarmannahelgina.