Fara á efnissvæði
05. febrúar 2018

Nemendur HÍ áhugasamir um UMFÍ

Sextán nemendur í Íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands komu ásamt einum kennara sínum í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ í Sigtúni í Reykjavík í dag. Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ, tók á móti hópnum og fræddi gestina um sögu UMFÍ og það sem framundan er í starfseminni.

Sabína fór auk þess gaumgæfilega yfir Landsmótið skemmtilega sem haldið verður á Sauðárkróki dagana 12. – 15. júlí næstkomandi. Keppt verður í ýmsum greinum þar í fyrsta sinn á Íslandi. 

„Þeim fannst þetta mjög gaman enda opnast augu þeirra og eyru þegar þau kom í heimsókn. Þar sjá þau hvað námið þeirra er hagnýtt. Nemendur í íþrótta- og heilsufræðum geta hvað sem þau langar til að námi loknu hvað það nýtist þeim á fjölbreyttum vettvangi,“ segir Sabína.