Fara á efnissvæði
08. mars 2019

Niðurtalningin er hafin

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði fer fram dagana 10.–12. apríl 2019 á hótel B59 í Borgarnesi. Yfirskriftin í ár er Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér? 


Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16–25 ára og er þetta í 10. sinn sem Ungmennaráð UMFÍ og UMFÍ standa að henni. Ráðstefnan er styrkt afErasmus+

Á viðburðinum er lögð áhersla á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi, að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl. 


Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði!


Jón Halldórsson frá KVAN kemur og segir okkur allt um helstu lykilþætti sem hafa jákvæð áhrif á það að byggja upp sterka liðsheild. Hlutverk leiðtoga og hvernig góðir leiðtogar geta tryggt að leiðtogahæfileikar þeirra séu jákvæðir og hjálpi hópum að vaxa og dafna. Áhrifavaldarnir Fanney Dóra og Erna Kristín (Ernuland) spjalla um jákvæða líkamsímynd og viðhorfsbreytingar gagnvart líkama okkar. Unnur Arna og Hrafnhildur frá Hugarfrelsi kenna okkur svo einfaldar aðferðir til að auka vellíðan.

Til viðbótar verður hellings hópefli. Hókipókí - tómstundasmiðjur - morgunjóga - kvöldvökur - leynigestur og fleira skemmtilegt. 

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og komast aðeins 80 manns á ráðstefnuna. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern einstakling. Innifalið í gjaldinu eru ferðir, gisting, uppihald og ráðstefnugögn. Rúta fer frá þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík á miðvikudeginum og til baka á föstudeginum.

Skráning stendur til 26. mars 2019. Hægt er að skrá sig með því að smella hér. Undanfarin ár hefur verið uppselt á ráðstefnuna og því hvetjum við þig til að ganga frá skráningu sem allra fyrst. 


Ertu með spurningu? 


Það er velkomið að senda fyrirspurnir á Ragnheiði, starfsmann ungmennaráðs UMFÍ. Netfang ragnheidur@umfi.is eða á Kolbrúnu Láru, formann ungmennaráðs UMFÍ. Netfang kobbalara@gmail.com. 

Nánari upplýsingar er að finna hér. 

Hlökkum til að sjá þig!
Ungmennaráð UMFÍ.