Fara á efnissvæði
28. júlí 2022

Nóg að gera í upplýsingamiðstöð Unglingalandsmóts UMFÍ

Straumur fólks hefur legið í upplýsingamiðstöðina fyrir Unglingalandsmót UMFÍ í Fjölbrautaskóla Suðurlands í dag. Upplýsingamiðstöðin opnaði klukkan 15:00 og koma þangað þátttakendur mótsins ásamt fjölskyldum sínum til að ná í mótsgögn, aðgangskort að tjaldsvæði og ýmisleg fylgihluti.

Miðstöðin verður opin til klukkan 23:00 í kvöld.

Birgir Þór Gissurarson hafði í nægu að snúast í upplýsingamiðstöðinni í dag en hann stóð ásamt föður sínum vaktina frá upphafi.

Líf og fjör hefur jafnframt verið á tjaldsvæði mótsgesta enda brostið á með brakandi sól og blíðu á Selfossi.

Hér má sjá frænkurnar Guðrúnu, Sóldísi og Steinunni úr Borgarfirðinum njóta lífsins á tjaldsvæðinu í dag.

Keppni hefst í nokkrum greinum Unglingalandsmótsins klukkan 10:00 í fyrramálið. Fyrstu greinar eru golf, knattspyrna, körfubolti, frjálsar íþróttir og strandblak, sem er með fjölmennustu greinum mótsins.

Allar upplýsingar um Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi er að finna á www.ulm.is

Fleiri myndir frá Selfossi.