04. janúar 2021
Nú geturðu fengið nýjasta tölublað Skinfaxa í hendurnar
Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarit UMFÍ, ner komið út. Það er aðgengilegt bæði á rafrænu formi og er nýkomið úr prentsmiðjunni.
Þú getur lesið allskonar gæðastöff í þessu nýja blaði á www.umfi.is.
Á meðal efnis í blaðinu
- Halla Hrund Logadóttir stýrir norðurslóðaverkefni í Harvard og þekkir fólk sem skiptir máli á heimsvísu. En hvernig fór hún að þessu? Jú... hún fór á trúðanámskeið á vegum UMFÍ á Grænlandi og nýtir enn aðferðirnar sem hún lærði þar - á heimsvísu.
- Sjálfboðaliðar hafa nýtt faraldurinn til að gera við skíðalyftu við Mývatn.
- Steinar J. ræðir um það hvernig var að skrifa sögu Stjörnunnar í Garðabæ.
- Helgi stofnaði deild fyrir uppáhalds íþróttina.
- Öflugir sjálfboðaliðar UMFÍ.
- Sportabler og Nóri sameinast í einstökum hugbúnaði.
- Hver er framtíð félagasamtaka? Fólk pælir í málinu...
- Bjarni Benediktsson kom byltingakenndu frumvarpi í gegnum Alþingi.
- Nemendur í 9. bekk fengu verðlaun fyrir góða nýtni í Ungmennabúðum UMFÍ.
- Börn á Þórshöfn stóðu sig vel í Hreyfiviku UMFÍ.
- Æskulýðsvettvangurinn: Vitundarvakning um neteinelti.
- Hvaða reglur gilda um ljósmyndir af iðkendum?
- Hvernig varð Ungmennafélagið Þjótandi til?
- Íslensk getspá greiðir 300 milljónir til íþróttahreyfingarinnar.
- Samdi lag um dvölina í dönskum lýðháskóla
- Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi rokkar.
Og margt, margt, fleira...
LESA NÝJASTA TÖLUBLAÐ SKINFAXA